"Við Sólheimasand mjög nærri Skógum er ágætlega merkt leið upp að Sólheimajökul (til hægri). Hér er hægt að labba uppað og á jökul nánast beint frá vegi."
"Rétt vestan við Vík er hægt að keyra að Dyrhólaey. Þar er fallegt yfir að líta og mikið fuglalíf. Við reynisfjöru er hellir, mjög fallegur stuðlabergsveggur með útsýni yfir Reynisdranga."
"Rétt áður en þú kemur á Kirkjubæjarklaustur þá beygir þú til vinstri að Hunkubökkum og áfram þar að bæ sem heitir Hólmur. Áður en þú kemur að honum þá kemur þú að brú yfir á sem rennur út gljúfrið."
"Rétt austan við Vík stendur Hjörleifshöfði. Þar er gaman að labba upp. Auðveld ganga með miklu útsýni yfir jökla, Vestmannaeyjar ofl. Höfðin á sér skemmtilega sögu."